Liverpool liðið nær öruggt með að vinna „titil“ á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:30 Mohamed Salah heldur fram sakleysi sínu við Martin Atkinson dómara en Liverpool menn eru þeir prúðustu í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/Shaun Botterill Liverpool þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en aðeins mikil spjaldafyllerí í lokaleiknum kemur í veg fyrir að liðið vinni einn „titil“. Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met. Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met.
Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira