Liverpool liðið nær öruggt með að vinna „titil“ á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:30 Mohamed Salah heldur fram sakleysi sínu við Martin Atkinson dómara en Liverpool menn eru þeir prúðustu í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/Shaun Botterill Liverpool þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en aðeins mikil spjaldafyllerí í lokaleiknum kemur í veg fyrir að liðið vinni einn „titil“. Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira