Guardiola: Manchester City verður að læra af titilvörn Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 08:31 Ilkay Gundogan fagnar marki Manchester City á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er strax farinn að undirbúa sitt lið andlega fyrir næsta tímabil. Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Manchester City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liðið er löngu orðið meistari og er með tólf stiga forystu fyrir lokaumferðina. Liverpool tók titilinn af City í fyrra og vann þá yfirburðasigur en það var lítið að frétta af titilvörn Liverpool á þessari leiktíð. Football Focus á BBC fékk spænska knattspyrnustjórann til að fara yfir tímabilið og að velta fyrir sér framhaldinu hjá Manchester City og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. "Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again." https://t.co/p600BQjKgp— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2021 Það eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu hjá Manchester City, lokaleikurinn í deildinni og svo úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjórinn er strax farinn að hafa smá áhyggjur af einbeitingu sinna leikmanna fyrir næsta tímabil. Pep Guardiola talaði sérstaklega í viðtalinu við breska ríkisútvarpið um gengi Liverpool á þessari leiktíð sem víti til varnaðar fyrir liðsmenn síns í Manchester City. Hann er líka á því að þetta tímabil hafi verið erfiðara vegna kórónuveirufaraldursins. „Það þurfa allir að fara í gegnum erfið ár og það eru margar mismunandi ástæður fyrir því. Það er erfitt að vinna alla titla en þessi var aðeins erfiðari fyrir alla vegna faraldursins og lokananna,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola on @LFC: Last season Liverpool were unstoppable, and everyone believed that this season they would be the same again. But that is a good lesson for us. Nothing is [taken] for granted. Everything can happen. #awlfc [bbc]— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 21, 2021 Liverpool fékk átján fleiri stig en Manchester City á síðustu leiktíð en síðan hefur orðið 35 stiga sveifla og City er nú sautján stigum á undan Liverpool. „Liverpool liðið var óstöðvandi á síðustu leiktíð og allir héldu að það yrði eins á þessu tímabili. Það er aftur á móti góð kennslustund fyrir okkur. Það er ekki hægt að ganga að neinu vísu og allt getur gerst,“ sagði Pep. „Við getum lent í meiðslum á næsta tímabili en lent í slæmum köflum. Þess vegna verður alltaf að vera kveikt á viðvörunarljósinu og við þurfum að tengja það okkar ákvörðunum. Við þurfum að síðan að vera stöðugir og samkeppnishæfir í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira