Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 14:20 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin. Belgía Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin.
Belgía Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira