Innlent

Bein útsending: Uppbygging húsnæðis í Reykjavík til framtíðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verið er að þróa og byggja íbúðir á níu reitum víðs­vegar um borgina og verður fjallað um þrjú þeirra á fundinum. Tvö verkefni í Gufunesi og eitt í Úlfarsárdal.
Verið er að þróa og byggja íbúðir á níu reitum víðs­vegar um borgina og verður fjallað um þrjú þeirra á fundinum. Tvö verkefni í Gufunesi og eitt í Úlfarsárdal. Vísir/Vilhelm

Framtíðaruppbygging húsnæðis í Reykjavíkurborg verður til umræðu á fundi um grænt húsnæði klukkan 9 í dag.

„Borgin mun vaxa og íbúum og störfum fjölga en á sama tíma þarf útblástur að dragast saman. Það er áskorun sem krefst nýrrar nálgunar,“ segir á vef borgarinnar vegna fundarins.

Á fundinum verður farið yfir mörg þeirra verkefna í Reykjavík sem styðja við framtíðarsýn Græna Plansins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla.

Fundurinn stendur frá 9 til 10:30 og má sjá streymið að neðan auk dagskrár og efni fundarins.

Dagskrá:

Grænt húsnæði framtíðarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Hagkvæmt húsnæði í Reykjavík

Verkefnahópar kynna framvindu verkefna

  • Gufunes – Þorpið vistfélag – Runólfur Ágústsson, þróunar- og verkefnastjóri Þorpsins og Sólveig Berg, arkitekt hjá Yrki
  • Gufunes – Hoffell – Jóhann Einar Jónsson, arkitekt hjá Teiknistofu arkitekta
  • Úlfarsárdalur – Urðarsel – Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Urðarsels

Reinventing Cities - Grænar þróunarlóðir

Niðurstöður dómnefndar

Kynning á vinningstillögum

Samantekt fundar

Fundarstjóri er Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.