Konur eigi rétt á bótum vegna PIP-brjóstapúðanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 08:50 Þýska fyrirtækið TUV Rheinland er talið hafa sýnt af sér vanrækslu þegar það vottaði PIP-púðana örugga jafnvel þó að þeir stæðust ekki öryggiskröfur. Vísir/EPA Franskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að á þriðja þúsund kvenna sem fengu svonefnda PIP-brjóstapúða ættu að fá skaðabætur. Lögmaður íslenskra kvenna sem taka þátt í hópmálsókn vegna púðanna segir niðurstöðuna áfangasigur. Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu. Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Brjóstapúðar sem franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi frá 2001 til 2010 ollu konum heilsutjóni um víðan heim. Fyrirtækið reyndist hafa notað ódýrt iðnaðarsílikon í púðana sem voru ekki ætlað til notkunar í mönnum og byrjuðu margir púðanna að leka. Talið er að allt að 400.000 konur hafi fengið ólöglegu brjóstapúðana. Málið í Frakklandi er gegn þýska fyrirtækinu TUV Rheinland sem gaf púðunum öryggisvottun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Rúmlega tvö hundruð íslenskar konur hafa tekið þátt í annarri hópmálsókn sem var höfðuð vegna PIP-púðanna. Reuters-fréttastofan segir að niðurstaða franska dómstólsins geti haft þýðingu fyrir þúsundir kvenna um allan heim. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir niðurstöðuna jákvæða en hún ætlar að funda með erlendu lögmönnunum sem reka málið í Frakklandi í dag. „Þetta er enn einn áfangasigurinn og boðar vonandi jákvæða niðurstöðu. Maður vill auðvitað ekki fagna fyrr en þetta er komið fast í hendi frá æðsta dómstól landsins,“ segir hún við Vísi. Hópmálsóknin sem áfrýjunardómstóllinn úrskurðaði um í dag hefur velkst fyrir frönskum dómstólum um árabil. Annar áfrýjunardómstóll taldi TUV Rheinland ekki skaðabótaskylt en hæstiréttur Frakklands vísaði málinu svo aftur niður á áfrýjunarstigið. Í yfirlýsingu sem Saga Ýrr sendi frá sér vegna niðurstöðunnar í dag sagðist hún telja allar líkur á að TUV Rheinland áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar Frakklands. Engu að síður lítu út fyrir að nú hilli undir endanlega niðurstöðu í málinu.
Frakkland PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira