Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 18:44 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í dag. visir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað. Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Augustin hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Hún hafði verið á skemmtanalífinu með vinnufélögum sínum en varð viðskila við þá. Brotið átti sér stað aðfaranótt 21. mars 2019 en í dómnum segir að konan hafi vaknað klukkan rúmlega fimm um nóttina í ókunnri íbúð við það að ókunnugur maður væri að hafa við hana samfarir. Síðar sama dag fór hún á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota og gaf lögreglu skýrslu um málið, sem tók þá til við að rannsaka það. Við rannsóknina var stuðst við upptökur úr öryggismyndavélum skemmtistaða, símagögn og upplýsingar úr heilsuforriti í síma konunnar. Í kjölfarið komst lögregla að því hver maðurinn væri og handtók hann. Breytti framburði sínum ítrekað Í fyrstu neitaði Augustin að hafa átt í nokkrum samskiptum við konuna. Í annarri skýrslutöku í málinu breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hann hefði verið í samskiptum við konuna en neitaði að nokkuð kynferðislegt hefði farið fram á milli þeirra. Í þriðju skýrslutöku breytti hann svo aftur framburði sínum og sagðist þá að hafa stundað kynlíf með konunni í stigaganginum að íbúð sinni. Þessi framburður mannsins í skýrslutökum lögreglunnar þótti eðlilega óstöðugur og ósannfærandi. Á meðan þótti framburður konunnar stöðugur og skýr um þau atvik sem hún mundi eftir umrædda nótt. Við rannsókn málsins nýttust þá gögn úr heilsuforriti í síma konunnar vel en þær sýndu til dæmis að margt í framburði Augustins stæðist ekki. Í síðustu skýrslutöku yfir honum þegar hann hafði játað að hafa farið með henni heim til sín, lýsti hann leiðinni sem þau áttu að hafa gengið og kvað þau hafa verið 40 mínútur á leiðinni. Gögn forritsins sýndu þó að konan hefði labbað mun styttri vegalengd en hann lýsti og sýndu að ferðin hefði líklega verið farin í bíl.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira