Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 17:00 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins. Belgía Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins.
Belgía Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira