Fyrrverandi aðstoðarkona kærir Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. maí 2021 12:54 Walters hefur sakað Manson um kynferðisofbeldi. Getty/Toni Anne Barson Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans Marilyn Manson, hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Walters sakaði söngvarann opinberlega um ofbeldi í febrúar síðastliðnum en hefur nú kært það til lögreglu. Í kærunni kemur fram að Manson hafi verið hræðilegur og ofbeldisfullur yfirmaður. Hann hafi hvatt vini sína til þess að káfa á Walters og kyssa hana og að hann hafi látið hana vinna í allt að 48 klukkutíma í einu. Manson hefur neitað öllum ásökunum, að sögn lögmanna hans. Lögmenn Walters halda því fram að Manson hafi nýtt sér stöðu sína og völd til þess að notfæra sér og níðast á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem hafi á sínum tíma verið ljósmyndari á uppleið. Þeir segja Manson hafa lokkað Walters til starfa með því loforði að hann myndi nýta sér völd sín og sambönd í listakreðsum vestanhafs til þess að koma Walters á framfæri. Að sögn Walters kynntust þau Manson árið 2010, þegar hún var 26 ára gömul og hann 41 árs, í gegn um MySpace. Hún segir Manson hafa sent sér skilaboð á síðunni, þar sem hann dáðist að ljósmyndunum hennar. Í kjölfarið hafi hann boðið henni á heimili sitt í Hollywood til að ræða mögulegt samstarf og skoða listaverk sem hann átti. Hún segir þá að hún hafi reynt að yfirgefa heimili hans um klukkan tvö um nóttina en hann hafi sagt henni að bíll hennar væri fastur í bílastæðahúsinu til klukkan 7 um morguninn. Þá hafi Manson beðið Walters um að taka ljósmyndir af sér, og að á einum tímapunkti hafi hann beðið hana um að fara úr að ofan. Seinna um nóttina hafi hann svo nauðgað henni. Manson bauð Walters síðar stöðu aðstoðarmanns og bauðst hann til þess að tvöfalda laun hennar. Þá segir í kærunni að hann hafi lofað henni ljósmyndaverkefnum og ferðalögum. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Í kærunni kemur fram að Manson hafi verið hræðilegur og ofbeldisfullur yfirmaður. Hann hafi hvatt vini sína til þess að káfa á Walters og kyssa hana og að hann hafi látið hana vinna í allt að 48 klukkutíma í einu. Manson hefur neitað öllum ásökunum, að sögn lögmanna hans. Lögmenn Walters halda því fram að Manson hafi nýtt sér stöðu sína og völd til þess að notfæra sér og níðast á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem hafi á sínum tíma verið ljósmyndari á uppleið. Þeir segja Manson hafa lokkað Walters til starfa með því loforði að hann myndi nýta sér völd sín og sambönd í listakreðsum vestanhafs til þess að koma Walters á framfæri. Að sögn Walters kynntust þau Manson árið 2010, þegar hún var 26 ára gömul og hann 41 árs, í gegn um MySpace. Hún segir Manson hafa sent sér skilaboð á síðunni, þar sem hann dáðist að ljósmyndunum hennar. Í kjölfarið hafi hann boðið henni á heimili sitt í Hollywood til að ræða mögulegt samstarf og skoða listaverk sem hann átti. Hún segir þá að hún hafi reynt að yfirgefa heimili hans um klukkan tvö um nóttina en hann hafi sagt henni að bíll hennar væri fastur í bílastæðahúsinu til klukkan 7 um morguninn. Þá hafi Manson beðið Walters um að taka ljósmyndir af sér, og að á einum tímapunkti hafi hann beðið hana um að fara úr að ofan. Seinna um nóttina hafi hann svo nauðgað henni. Manson bauð Walters síðar stöðu aðstoðarmanns og bauðst hann til þess að tvöfalda laun hennar. Þá segir í kærunni að hann hafi lofað henni ljósmyndaverkefnum og ferðalögum.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira