Erlent

Berlusconi sagður alvarlega veikur

Kjartan Kjartansson skrifar
Berlusconi er 84 ára gamall og hefur verið fastagestur á sjúkrahúsum undanfarin misseri.
Berlusconi er 84 ára gamall og hefur verið fastagestur á sjúkrahúsum undanfarin misseri. Vísir/EPA

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er alvarlega veikur. Saksóknari sem rekur mál gegn honum í Mílanó hefur óskað eftir því að réttarhöldum verði tímabundið frestað vegna veikinda hans.

Ítrekað hefur þurft að fresta réttarhöldunum yfir Berlusconi vegna veikinda hans. Auðkýfingurinn og fyrrverandi forsætisráðherrann er ákærður fyrir að hafa mútað vitnum til að þegja um vændishring sem gerði út stúlkur undir lögaldri.

Frá því að Berlusconi, sem er 84 ára gamall, smitaðist af Covid-19 í september hefur hann þurft að leggjast inn á sjúkrahús trekk í trekk. Síðast var Berlusconi útskrifaður af sjúkrahúsi í Mílanó eftir fimm daga dvöl á fimmtudag. Áður hafði hann verið lagður inn einu sinni í mars og tvisvar í apríl. Í janúar var hann lagður inn vegna hjartaveikinda.

„Við teljum sannarlega að Berlusconi sé alvarlega veikur og að hann þjáist af alvarlegum sjúkdómi. Þetta er það sem læknisvottorð og vitjanir benda til,“ sagði Tiziana Siciliano, saksóknari, í réttarsal, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Berlusconi gegndi embætti forstætisráðherra í fjórgang. Hann hrökklaðist að lokum úr embætti eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hans við ungar stúlkur árið 2011.


Tengdar fréttir

Berlusconi útskrifaður af sjúkrahúsi og dvelur í lúxusvillu sinni

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið útskrifaður eftir 24 daga dvöl á sjúkrahúsi. Berlusconi útskrifaðist á föstudag en þá hafði hann dvalið á San Raffaele sjúkrahúsinu síðan 6. apríl hvar hann undirgekkst fjölda rannsókna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×