Hætta ekki að skima bólusetta ferðamenn eða þá með mótefni á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 08:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill lítið tjá sig um hvernig næsti vetur verði. Hann vilji láta sumarið líta, en bendir á að ýmislegt gæti gerst og hlutirnir breyst hratt. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að hætta á næstunni að skima ferðamenn á landamærum sem eru bólusettir eða eru með mótefni. Enn sé verið að greina bólusetta einstaklinga á landamærunum með veiruna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira