Bólusetningar og fjöldaskimanir til að sporna gegn útbreiðslu indverska afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 15. maí 2021 22:30 Á þeim svæðum sem indverska afbrigðið er í mikilli útbreiðslu hefur fólk verið hvatt til þess að taka svokölluð LFD próf sem fólk getur tekið heima hjá sér, þrátt fyrir að finna ekki fyrir einkennum. Getty/Anthony Devlin Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust undanfarna vikuna í Bretlandi samanborið við vikuna áður. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig til að sporna gegn útbreiðslu afbrigðisins og mun herinn aðstoða við fjöldaskimanir á svæðum þar sem afbrigðið er í mikilli útbreiðslu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Edward Argar heilbrigðisráðherra að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað lítillega undanfarið, þá aðallega hjá fólki í aldurshópnum 35 til 65 ára sem enn er óbólusett. Til stendur að slaka á sóttvarnaaðgerðum á mánudag í ljósi þess hversu vel hefur gengið að bólusetja í Bretlandi. Útbreiðsla nýja afbrigðisins veldur þó mörgum áhyggjum, þá sérstaklega sérfræðingum sem hafa hvatt fólk til þess að fara sér hægt þegar slakað verður á takmörkunum innanlands. Almenningur bíður í röð við svokallaða bólusetningarrútu þar sem fólki býðst að fá skammt af bóluefni.Getty/Anthony Devlin Bresku læknasamtökin hafa lýst yfir efasemdum um tilslakanir á þessum tímapunkti. Enn séu „lykilhópar“ samfélagsins óbólusettir, þ.e. yngra fólk, sem gætu enn komið af stað bylgju þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum. Yfirvöld verði að fylgjast náið með stöðunni. Þrátt fyrir efasemdir sérfræðinga sagði Boris Johnson forsætisráðherra í gær að núverandi tölfræði benti ekki til þess að ástæða væri til að fresta áformum um tilslakanir, en í næsta skrefi munu veitingastaðir og krár fá leyfi til þess að taka á móti gestum innandyra. Nýja afbrigðið gæti þó sett strik í reikninginn varðandi þær tilslakanir sem hafa verið boðaðar í kjölfar næstu. „Þetta nýja afbrigði gæti raskað áformum okkar og gert okkur erfiðara fyrir í næsta skrefi í júní,“ sagði Johnson í gær. „Ég hvet alla til að fara varlega því þær ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum munu hafa gífurleg áhrif á næstu vikur.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Edward Argar heilbrigðisráðherra að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað lítillega undanfarið, þá aðallega hjá fólki í aldurshópnum 35 til 65 ára sem enn er óbólusett. Til stendur að slaka á sóttvarnaaðgerðum á mánudag í ljósi þess hversu vel hefur gengið að bólusetja í Bretlandi. Útbreiðsla nýja afbrigðisins veldur þó mörgum áhyggjum, þá sérstaklega sérfræðingum sem hafa hvatt fólk til þess að fara sér hægt þegar slakað verður á takmörkunum innanlands. Almenningur bíður í röð við svokallaða bólusetningarrútu þar sem fólki býðst að fá skammt af bóluefni.Getty/Anthony Devlin Bresku læknasamtökin hafa lýst yfir efasemdum um tilslakanir á þessum tímapunkti. Enn séu „lykilhópar“ samfélagsins óbólusettir, þ.e. yngra fólk, sem gætu enn komið af stað bylgju þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum. Yfirvöld verði að fylgjast náið með stöðunni. Þrátt fyrir efasemdir sérfræðinga sagði Boris Johnson forsætisráðherra í gær að núverandi tölfræði benti ekki til þess að ástæða væri til að fresta áformum um tilslakanir, en í næsta skrefi munu veitingastaðir og krár fá leyfi til þess að taka á móti gestum innandyra. Nýja afbrigðið gæti þó sett strik í reikninginn varðandi þær tilslakanir sem hafa verið boðaðar í kjölfar næstu. „Þetta nýja afbrigði gæti raskað áformum okkar og gert okkur erfiðara fyrir í næsta skrefi í júní,“ sagði Johnson í gær. „Ég hvet alla til að fara varlega því þær ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum munu hafa gífurleg áhrif á næstu vikur.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira