Innlent

Sofnaði út frá elda­mennsku

Sylvía Hall skrifar
Slökkviliðinu barst tilkynning um viðvörunakerfi í gangi sem og brunalykt. 
Slökkviliðinu barst tilkynning um viðvörunakerfi í gangi sem og brunalykt.  Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um viðvörunarkerfi í gangi í íbúðarhúsnæði. Tilkynnandi hafði einnig fundið brunalykt og hafði samband við slökkvilið.

Þegar komið var á vettvang reyndist orsakavaldurinn vera pottur á eldavél, en húsráðandi hafði sofnað á meðan eldamennsku stóð.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var útkallið því minni háttar. „Það er búið að opna og verið að lofta út. Það eru engar stærri skemmdir, bara vond lykt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×