Kostulegt rifrildi Óla Jóh og Atla Viðars: „Týpískur senter, það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 14:30 Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru í miklum ham í Pepsi Max Stúkunni í gær. stöð 2 sport Ólafur Jóhannesson og Atli Viðar Björnsson voru ekki sammála hvort HK hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Val. HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
HK-ingar vildu fá vítaspyrnu á 71. mínútu þegar Örvar Eggertsson féll í vítateignum eftir baráttu við Johannes Vall en Erlendur Eiríksson dæmdi ekki neitt. „Þetta er ekki víti. Af því hann brýtur ekki á honum, Atli. Þarna sparkar hann ekkert í hann, tekur bara af honum boltann,“ sagði Ólafur í Pepsi Max Stúkunni í gær. Atla Viðari fannst að Erlendur hefði átt að dæma vítaspyrnu á Vall. „Týpískur senter, týpískur senter. Það má ekki koma við ykkur þá farið þið niður,“ sagði Ólafur. Hann fór svo að tala um atvik þar sem Vall féll í vítateig HK í baráttu við Valgeir Valgeirsson. „Í þessari klippu þegar Vall fór niður, hann fékk ekki gult spjald. Ef þetta hefði verið senter hefði hann fengið gult fyrir leikaraskap,“ sagði Ólafur áður en samræðurnar urðu nokkuð súrar. Atli Viðar: „Ertu ekki að tala um Vall, þegar Valgeir fór á eftir honum?“ Óli: „Jú, þegar Valgeir fór á eftir honum.“ Atli Viðar: „Það var ekki leikaraskapur en það var heldur ekki brot. Hann sparkaði ekki í hann.“ Óli: „Bíddu, hann var að heimta víti.“ Atli Viðar: „Hann getur samt dottið.“ Óli: „Já, en hann var að heimta víti áður en hann datt.“ Atli Viðar: „Af því hann heimtaði víti ... “ Óli: „Þá er það leikaraskapur.“ Atli Viðar: „Þá er það leikaraskapur út af því að hann bað um víti?“ Óli: „Nú erum við farnir að rífast um eitthvað sem skiptir engu máli.“ Þarna fannst Guðmundi Benediktssyni nóg komið og hélt áfram með þáttinn. Valur vann leikinn gegn HK, 3-2. Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur HK Tengdar fréttir Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31 „Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51 Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. 14. maí 2021 11:31
„Ég bara bið fyrir því,“ sagði pirraður Brynjar Björn um dómara kvöldsins Brynjar Björn þjálfari HK var sáttur við sína menn en ósáttur við stigaleysið eftir tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld. 13. maí 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 3-2 | Almarr hetja Vals í markasúpu á Hlíðarenda Almarr Ormarsson tryggði Íslandsmeisturum Vals dramatískan 3-2 sigur á HK að Hlíðarenda er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Markið kom undir lok leiks. 13. maí 2021 21:05