Erlent

Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árásum Ísraelsmanna var svarað með eldflaugum frá Gaza.
Árásum Ísraelsmanna var svarað með eldflaugum frá Gaza. epa/Mohammed Saber

Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga.

Talsmenn hersins segja að flugher og landher hafi tekið þátt í aðgerðum í morgun. Enn hefur herinn þó ekki farið inn á Gaza, að þeirra sögn. 

Rúmlega hundrað hafa látist á Gaza síðan árásirnar hófust á mánudag en í Ísrael munu sjö hafa dáið í eldflaugaárásum. Á sama tíma hafa átök geisað á milli landtökumanna í Jerúsalem og í Lod og ísraelskra araba sem búa í hverfum sem landtökumenn ásælast. 

Í gær fyrirskipaði varnarmálaráðherrann Benny Ganz að öryggisveitir verði efldar innanlands til að koma ró á átökin en um 400 manns hafa verið handteknir í óeirðum og skærum milli hópa síðustu daga. 

Lögreglan í Ísrael heldur því fram að arabar hafi verið aðal sökudólgarnir í átökunum en á móti er lögreglan sökuð um að standa aðgerðarlaus hjá þegar hópar vopnaðra landtökumanna hafa ráðist á araba á heimilum sínum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.