Innlent

Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna

Sylvía Hall skrifar
Ferðamaðurinn var kominn upp fyrir stein þegar óhappið varð.
Ferðamaðurinn var kominn upp fyrir stein þegar óhappið varð. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins.

Í það minnsta sex slökkviliðsmenn aðstoðuðu við að koma ferðamanninum niður sem treysti sér ekki sjálfur niður. Var hann kominn vel upp fyrir stein þegar slysið varð.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var ferðamaðurinn nokkuð bólginn á ökkla og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×