Dalvíkingar stoltir af því að geta boðið upp á leik í efstu deild á „besta velli landsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 10:01 Úr leik á Dalvíkurvelli í blíðskaparveðri. mynd/jóhann már kristinsson Í fyrsta sinn í 24 ár fer fram leikur í efstu deild karla á Dalvík þegar KA tekur á móti nýliðum Leiknis R. í dag. „Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira