Fótbolti

Albert hetja AZ af vítapunktinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson vísir/getty

Albert Guðmundsson gerði eina mark leiksins þegar AZ Alkmaar vann mikilvægan sigur á Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Albert var í byrjunarliði AZ og lék allan leikinn. Eftir 29 mínútna leik var vítaspyrna dæmd og steig Albert á punktinn og kom sínu liði í forystu.

Fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir að AZ hafi leikið manni færri nær allan síðari hálfleikinn eða eftir að Ramon Leeuwin fékk að líta rauða spjaldið á 50.mínútu.

Mikilvægur sigur fyrir AZ sem er í harðri baráttu við PSV Eindhoven um 2.sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu en Ajax er búið að tryggja sér meistaratitilinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.