Enski boltinn

Rooney og Derby héldu sér uppi eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney hvetur sína menn til dáða í dag.
Wayne Rooney hvetur sína menn til dáða í dag. Alex Pantling/Getty Images

Wayne Rooney og lærisveinar hans í Derby leika í B-deildinni á næsta ári eftir dramatíska lokaumferð í Championship í dag.

Roone og Derby voru í 20. sætinu fyrir lokaumferðina í dag en þeir gerðu dramatískt jafntefli við Sheffield Wednesday.

Lokatölurnar urðu 3-3 en Derby lenti undir 1-0 og 3-2 en komu til baka. Martyn Waghorn jafnaði úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok.

Sheffield Wednesday er því fallið niður í C-deildina sem og Wycombe og Rotherham.

Rotherham gerði 1-1 jafntefli við Cardiff í dag og Wycombe vann 3-0 sigur á Middlesbrough.

Brentford, Swansea, Barnsley og Bournemouth berjast um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Norwich og Watford hafa tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður hjá Millwall sem var niðurlægt af Coventry, 6-1. Millwall endar í 11. sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.