Íslenski boltinn

KA og Leiknir mætast á Dal­víkur­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA menn virðast hminlifandi yfir því að spila á Dalvík.
KA menn virðast hminlifandi yfir því að spila á Dalvík. vísir/bára

Heimaleikur KA gegn Leikni Reykjavík í Pepsi Max deild karla hefur verið færður til Dalvíkur.

Leikur KA og Leikni átti upphaflega fram á Greifavelli, þar sem KA lék heimaleiki sína síðasta sumar, en hann er ekki klár fyrir leikinn sem fram fer á miðvikudaginn kemur.

Svo virðist sem gervigras KA og Boginn, innanhús höll Akureyraliðanna, uppfylli ekki skilyrði KSÍ. Því ákvað KA að leita til Dalvíkur og fékk leyfi til að leika á gervigrasvellinum þar í bæ. Dalvík/Reynir leikur í 3. deild en fær þó allavega einn Pepsi Max deildarleik.

Leikur KA og Leiknis Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla fer fram klukkan 17.30 á miðvikudag.

Fótbolti.net greindi frá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.