„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 10:49 Guðmundur í „garðinum“. Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. „Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin. Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira