Ritstjóri Mogga vill að Kínverjar verði krafðir skýringa á veirum sem þaðan berast árlega Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2021 10:47 Davíð Oddsson furðar sig á því hvers vegna það telst eðlilegt að árlega berist frá Kína veirur og telur rétt að krefjast svara við því hvernig á því stendur. Erindi sem hlýtur að eiga best heima á borði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Í leiðara Morgunblaðsins er vakin athygli á því að árvisst er að hvert haust berist flensa frá Kína sem felli fjölda manns í vesturheimi. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira