Erlent

SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
SN15 að lenda í Texas.
SN15 að lenda í Texas. Spacex/Youtube

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship.

Þessi frumgerð ber titilinn SN15 og var henni skotið í um tíu kílómetra hæð. Sex mínútum eftir skotið, lenti eldflaugin aftur á skotstaðnum. Geimfarið féll lárétt til jarðar en skömmu fyrir lendingu er kveikt aftur á hreyflum þess, því snúið og geimfarinu lent.

Myndband af geimskotinu má sjá hér á Youtube.

Á síðustu mánuðum hefur SpaceX tekist skotið fjórum öðrum frumgerðum á loft en allar hafa þær sprungið í loft upp við eða skömmu eftir lendingu.

SN10 lenti heilu höldnu en sprakk í loft upp skömmu síðar í mars.

Í tilkynningu sem SpaceX birti í gær segir að SN15 hafi verið töluvert endurbætt frumgerð. Endurbætur hafi verið gerðar á svo gott sem öllum hlutum geimfarsins.

Sjá einnig: Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu

Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars.

Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og geimfarið getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugustu eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið.


Tengdar fréttir

Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim.

Eldflaug SpaceX brotlenti í Atlantshafinu

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX sendu 60 Starlink gervihnetti á braut um jörðu frá Flórída í nótt. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins brotlenti þó í Atlantshafinu við lendingu en eldflaugin átti að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You.

SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot

Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.