Erlent

SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot

Samúel Karl Ólason skrifar
Sn9
AP/Miguel Roberts

Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur.

Eldflaugin náði réttri hæð og allt gekk vel. Einn hreyfill vélarinnar kveikti þó ekki á sér þegar lenda átti SN9 og því skall eldflaugin í jörðina og sprakk í loft upp.

Frumgerðin SN8 hlaut svipuð örlög í vel heppnuðu tilraunaskoti í desember.

Sjá einnig: Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun

Frumgerðirnar eru vegna þróunar geimfarsins Starship, sem starfsmenn SpaceX vonast til að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel Mars. Frumgerðin SN10 er klár á skotpalli SpaceX í Texas, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi af tilraunaskotinu í gærkvöldi.

SN10 varð ekki fyrir skemmdum. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri eldflaug verður skotið á loft.

Sjá einnig: Starship nú í forgangi hjá SpaceX

SN9 átti að rétta sig við fyrir lendingu en eins og áður segir, kveikti einn hreyfill ekki á sér svo það gerðist ekki. Starfsmaður SpaceX, sem lýsti útsendingunni í gærkvöldi ítrekaði fyrir áhorfendum að um tilraunaskot væri að ræða og markmiðið væri að læra af því. Það hefði heppnast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.