Kennarar í seinni hluta stafrófsins bíða betri tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 16:45 Fjölmargir hafa lýst góðu skipulagi í Laugardalshöll undanfarna daga þar sem þúsundir streyma í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að kennarar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekkert skilið í því hvers vegna þeir hafi ekki fengið boð í bólusetningu í Laugardalshöll í dag líkt og fjölmargir kollegar þeirra. Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu. Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ástæðan er sú að kennarastéttinni var skipt í tvennt vegna áhyggja af að öll stéttin myndi vera frá kennslu á sama tíma vegna áhrifa af bóluefninu. Margoft hefur komið fram að slappleiki í kjölfar bólusetningar sé eðlilegur hlutur. Líkaminn bregðist þannig við bóluefninu og sé þannig búinn undir að verjast Covid-19 veirunni. Margir verða slappir en flestir aðeins fyrsta sólarhringinn. Ari fékk boð en Ólöf þarf að bíða Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ósk hafa borist frá kennurum um að hópnum yrði skipt. Og þá sé spurning hvernig eigi að gera það. „Það var ákveðið að taka helminginn og miða við stafrófsröðina,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólakennarar sem eru í fyrri hluta stafrósins fengu því boð um mætingu í dag. „Við náðum A-K í leikskólunum og A-L í skólunum,“ segir Ragnheiður. Óvíst hvenær næsti Janssen skammtur berst Fyrri hópurinn var hluti af þeim sem fengu þá sex þúsund skammta af Janssen bóluefninu í dag en bóluefnið krefst aðeins einnar sprautu. Síðari hópur kennara verður að sögn Ragnheiðar boðaður seinna. Óvíst er hvenær. „Við fáum að vita í lok hverrar viku hvað sóttvarnalæknir skammtar okkur,“ segir Ragnheiður. Bólusetning hafi gengið vel fyrir sig í dag að frátaldri sá töf í morgun vegna þess að skammtarnir í glösunum reyndust frekar litlir og dálítið seigir. Því hafi tekið aðeins lengri tíma að draga efnið í sprautuna. Á morgun mæta svo landsmenn fæddir á því herrans ári 1966 og fá AstraZeneca sprautu.
Skóla - og menntamál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Tengdar fréttir Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31 Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34 Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. 5. maí 2021 11:31
Þungaðar konur geta þegið bólusetningu en ekki á fyrsta þriðjungi meðgöngu Konur sem tilheyra forgangshópum sem hafa verið bólusettir vegna Covid-19 hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir að vera þungaðar en mælt er með því að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu. 5. maí 2021 08:34
Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. 4. maí 2021 20:31