Íslenski boltinn

Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leiknum gegn Leikni R. á laugardaginn, hans síðasta leik sem þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leiknum gegn Leikni R. á laugardaginn, hans síðasta leik sem þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét

Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag.

Rúnar Páll hefur stýrt Stjörnunni frá 2013. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014 og bikarmeisturum 2018.

Posted by Stjarnan FC on Wednesday, May 5, 2021

Á síðasta tímabili stýrði Rúnar Páll Stjörnunni ásamt Ólafi Jóhannessyni. Liðið endaði þá í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Fyrir þetta tímabil fékk Rúnar Páll Þorvald Örlygsson sem meðþjálfara. Þeir stýrðu Stjörnunni aðeins í einum deildarleik, í markalausa jafnteflinu gegn Leikni R. á laugardaginn.

Á sjö tímabilum undir stjórn Rúnars Páls endaði Stjarnan aldrei neðar en í 4. sæti efstu deildar.

Undir stjórn Rúnars Páls varð Stjarnan Íslandsmeistari 2014 án þess að tapa leik. Liðið komst einnig í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það tapaði fyrir ítalska stórveldinu Inter.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Keflavík suður með sjó á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×