Erlent

Nýju gólfi ætlað að færa ferða­mönnum sjónar­horn skylminga­þrælanna

Atli Ísleifsson skrifar
Svona er ætlunin að hringleikahúsið muni líta út að loknum framkvæmdum.
Svona er ætlunin að hringleikahúsið muni líta út að loknum framkvæmdum. Milan Ingegniera

Miklar framkvæmdir eru nú fyrirhugaðar við Colosseum í ítölsku höfuðborginni Róm. Eftir tvö ár er ætlunin að ferðamenn eigi möguleika á því að sjá hringleikahúsið frá sama stað og skylmingaþrælarnir börðust forðum daga.

Til stendur að smíða nýtt og færanlegt gólf í miðju hringleikahússins. Er það arkitektastofan Milan Ingegniera sem mun standa að framkvæmdunum og er kostnaðurinn áætlaður 18,5 milljónir evra, eða um 2,8 milljarðar króna.

Colosseum stóð fullreist í keisaratíð Títusar, um árið 80 e.Kr. Á þeim tíma var trégólf sem var smíðað ofan á kerfi ganga og herbergja þar sem skylmingaþrælarnir og dýrin dvöldu áður en þeim var hleypt út á völlinn. Gólfið var fjarlægt a nítjándu öld.

Frá Colosseum í Róm í dag.AP

Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2023, en gólfflöturinn er um þrjú þúsund fermetrar að stærð.

Á sínum tíma gátu um 50 þúsund manns sótt viðburði í Colosseum á hverjum tíma.

Áður en heimsfaraldurinn skall á sóttu um 7,6 milljónir ferðamanna hringleikahúsið heim á hverju ári.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.