„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2021 07:01 Kári Stefánsson segir Íslendinga hafa staðið sig vel í faraldrinum. Stöð 2 Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar. „Eitt af því sem kemur fyrst upp í minn huga þegar ég horfi á ástandið í dag er bara hversu vel þetta hefur allt saman gengið frá því að faraldurinn byrjaði. Ef maður horfir til baka þessa rúma 14 til 15 mánuði síðan að pestin kom til Íslands þá höfum við staðið okkur sem þjóð alveg lygilega vel. Það má gagnrýna einstaka ákvarðanir sem voru teknar en í heildina þá hefur þetta þjónað okkur vel. Þetta hefur líklega gengið betur hjá okkur en hjá nokkurri annarri þjóð í kringum okkur,“ sagði Kári í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær. Vægari kröfur taka gildi 1. júní Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní og mun hún þá að óbreyttu falla niður. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu þurfa nú að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins en aðrir fara í tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði en áhættumat stjórnvalda mun meðal annars styðjast við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Kári er ósáttur við þessa stefnu ríkisstjórnarinnar. „Ekki veit ég hvar þau fengu þessa slæmu hugmynd að litakóðakerfinu. Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt þegar þau komu upp með þessa hugmynd því það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta sé skynsamlegt. Ég vonast til þess að þau beri til þess gæfu þegar áhrifin af því sem þau reyktu hverfi að þau hætti við því þetta er bara alveg út í hött,“ sagði Kári sæmilega kankvís. Vinni að sama markmiði Kári telur skynsamlegt halda núverandi fyrirkomulagi á landamærum til lok júní hið minnsta. „Ég held að bara til þess að vera réttu megin við línuna þá ættum við að halda núverandi aðgerðum svolítið fram í sumarið, þó maður væri ekki að hugsa um neitt annað nema ferðaþjónustuna sem er þessu samfélagi svo mikilvæg,“ sagði Kári og benti á að greinin njóti góðs af því að erlendar þjóðir nái að bólusetja hærra hlutfall íbúa sinna. Hann bætti við að hann telji mikilvægt að fólk átti sig á því þegar kemur að umræðu um landamæratakmarkanir að allir séu að vinna að sama markmiði. „Markmiðið er að komast á þann stað að við getum lifað eðlilegu lífi. Núna þegar við erum að velta því fyrir okkur hvernig eigi að aflétta þessu þá er ekki annars vegar um að ræða hagsmuni ferðaþjónustunnar og hins vegar sóttvarna. Þetta eru sömu hagsmunirnir og akkúrat á þessu augnabliki er ferðaþjónustan sá hluti samfélagsins sem yrði verst úti ef við opnuðum of snemma.“ Óvarlegt að aflétta núna Hér á landi vonast Kári til að það verði búið að bólusetja upp undir 70% þjóðarinnar undir lok júlí. „Þá er bara spurning hvernig á að bólusetja, hvort byrja eigi á þeim elstu eða bólusetja þá sem hreyfa sig sem mest í samfélaginu.“ Íslensk erfðagreining kynnti í síðustu viku nýtt líkan og niðurstöðu rannsóknar sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Benda niðurstöðurnar meðal annars til þess að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þriðju bylgjuna nema búið væri að bólusetja um 70% af þjóðinni. „Að láta sig dreyma um að það sé öruggt af létta af aðgerðum þegar búið er að bólusetja 35% er líklega óvarlegt,“ sagði Kári og vísaði þar til núgildandi afléttingaráætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni er tími kominn á frekari afléttingar á takmörkunum innanlands nú þegar rúmlega 35% einstaklinga fyrir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Breytingarnar eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á stöðu faraldursins. Núgildandi sóttvarnareglur gilda til og með 5. maí en Þórólfur Guðnason skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands í gær. Bjartsýnn á að ríkisstjórnin breyti áætluninni Kári sagði í Víglínunni að sú áætlun sem ríkisstjórnin hafi kynnt sé ekki óskynsamleg miðað við þær upplýsingar og gögn sem lágu fyrir við gerð hennar. Hann hefur fulla trú á því að ríkisstjórnin taki nú mið af niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar og aðlagi áætlun sína að þeim. Samkvæmt rannsókninni væri hægt að draga frekar úr útbreiðslu veirunnar með því að hætta að bólusetja í öfugri aldursröð. Þess í stað ætti að byrja að bólusetja yngra fólk eða taka slembiúrtak og bólusetja fólk að handahófi. „Ég er alveg handviss um að ríkisstjórnin lítur ekki á þessa áætlun sína eins og eitthvað sem er hamrað í stein,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2. maí 2021 18:28 Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30. apríl 2021 14:15 Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30. apríl 2021 17:06 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
„Eitt af því sem kemur fyrst upp í minn huga þegar ég horfi á ástandið í dag er bara hversu vel þetta hefur allt saman gengið frá því að faraldurinn byrjaði. Ef maður horfir til baka þessa rúma 14 til 15 mánuði síðan að pestin kom til Íslands þá höfum við staðið okkur sem þjóð alveg lygilega vel. Það má gagnrýna einstaka ákvarðanir sem voru teknar en í heildina þá hefur þetta þjónað okkur vel. Þetta hefur líklega gengið betur hjá okkur en hjá nokkurri annarri þjóð í kringum okkur,“ sagði Kári í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í gær. Vægari kröfur taka gildi 1. júní Núverandi heimild stjórnvalda til að skylda farþega frá ákveðnum löndum til að dveljast í sóttkvíarhúsi gildir til 30. júní og mun hún þá að óbreyttu falla niður. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu þurfa nú að fara í eina sýnatöku við komuna til landsins en aðrir fara í tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Frá og með 1. júní munu vægari kröfur gilda um þau lönd sem skilgreind verða sem lág-áhættusvæði en áhættumat stjórnvalda mun meðal annars styðjast við litakóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Kári er ósáttur við þessa stefnu ríkisstjórnarinnar. „Ekki veit ég hvar þau fengu þessa slæmu hugmynd að litakóðakerfinu. Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt þegar þau komu upp með þessa hugmynd því það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta sé skynsamlegt. Ég vonast til þess að þau beri til þess gæfu þegar áhrifin af því sem þau reyktu hverfi að þau hætti við því þetta er bara alveg út í hött,“ sagði Kári sæmilega kankvís. Vinni að sama markmiði Kári telur skynsamlegt halda núverandi fyrirkomulagi á landamærum til lok júní hið minnsta. „Ég held að bara til þess að vera réttu megin við línuna þá ættum við að halda núverandi aðgerðum svolítið fram í sumarið, þó maður væri ekki að hugsa um neitt annað nema ferðaþjónustuna sem er þessu samfélagi svo mikilvæg,“ sagði Kári og benti á að greinin njóti góðs af því að erlendar þjóðir nái að bólusetja hærra hlutfall íbúa sinna. Hann bætti við að hann telji mikilvægt að fólk átti sig á því þegar kemur að umræðu um landamæratakmarkanir að allir séu að vinna að sama markmiði. „Markmiðið er að komast á þann stað að við getum lifað eðlilegu lífi. Núna þegar við erum að velta því fyrir okkur hvernig eigi að aflétta þessu þá er ekki annars vegar um að ræða hagsmuni ferðaþjónustunnar og hins vegar sóttvarna. Þetta eru sömu hagsmunirnir og akkúrat á þessu augnabliki er ferðaþjónustan sá hluti samfélagsins sem yrði verst úti ef við opnuðum of snemma.“ Óvarlegt að aflétta núna Hér á landi vonast Kári til að það verði búið að bólusetja upp undir 70% þjóðarinnar undir lok júlí. „Þá er bara spurning hvernig á að bólusetja, hvort byrja eigi á þeim elstu eða bólusetja þá sem hreyfa sig sem mest í samfélaginu.“ Íslensk erfðagreining kynnti í síðustu viku nýtt líkan og niðurstöðu rannsóknar sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Benda niðurstöðurnar meðal annars til þess að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir þriðju bylgjuna nema búið væri að bólusetja um 70% af þjóðinni. „Að láta sig dreyma um að það sé öruggt af létta af aðgerðum þegar búið er að bólusetja 35% er líklega óvarlegt,“ sagði Kári og vísaði þar til núgildandi afléttingaráætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni er tími kominn á frekari afléttingar á takmörkunum innanlands nú þegar rúmlega 35% einstaklinga fyrir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Breytingarnar eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á stöðu faraldursins. Núgildandi sóttvarnareglur gilda til og með 5. maí en Þórólfur Guðnason skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands í gær. Bjartsýnn á að ríkisstjórnin breyti áætluninni Kári sagði í Víglínunni að sú áætlun sem ríkisstjórnin hafi kynnt sé ekki óskynsamleg miðað við þær upplýsingar og gögn sem lágu fyrir við gerð hennar. Hann hefur fulla trú á því að ríkisstjórnin taki nú mið af niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar og aðlagi áætlun sína að þeim. Samkvæmt rannsókninni væri hægt að draga frekar úr útbreiðslu veirunnar með því að hætta að bólusetja í öfugri aldursröð. Þess í stað ætti að byrja að bólusetja yngra fólk eða taka slembiúrtak og bólusetja fólk að handahófi. „Ég er alveg handviss um að ríkisstjórnin lítur ekki á þessa áætlun sína eins og eitthvað sem er hamrað í stein,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2. maí 2021 18:28 Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30. apríl 2021 14:15 Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30. apríl 2021 17:06 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. 2. maí 2021 18:28
Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. 30. apríl 2021 14:15
Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. 30. apríl 2021 17:06