Kominn tími á afléttingar samkvæmt áætlun stjórnvalda en Þórólfur er ekki jafn viss Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 17:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Um 109 þúsund manns voru í lok gærdagsins búnir að fá minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 hér á landi. Er það um 37,5% af þeim fjölda sem áætlað er að fái bólusetningu og hefur öðru markmiði afléttingaráætlunar stjórnvalda þar með verið náð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti áætlunina á þriðjudag sem er í fjórum skrefum og tekur mið af framgangi bólusetningar. Í henni er gert ráð fyrir að 35% bólusetningarhópsins verði minnst kominn með fyrsta skammt bóluefnis í fyrri hluta maí. Því er framgangur bólusetningar lítillega á undan áætlun stjórnvalda eins og stendur. Fyrsta skref afléttingar var tekið þann 15. apríl þegar fjöldatakmörk voru aukin úr 10 í 20 manns. Einnig var opnað fyrir starfsemi sundlauga, líkamsræktarstöðva, sviðslista og fleira með takmörkunum.Stjórnarráðið Samkvæmt áætluninni stefna stjórnvöld á þessu stigi að því að rýmka fjöldatakmörk og miða við mörk á bilinu 20 til 200 manns. Einnig er gert ráð fyrir rýmri undanþágu frá nálægðarreglu og fjöldatakmörkun fyrir tiltekna starfsemi. Núgildandi fjöldatakmörkun miðast við 20 manns. Þessar afléttingaráætlanir eru þó háðar mati sóttvarnalæknis á faraldrinum sem gerir tillögur um breytingar. Vill bíða með afléttingar Núgildandi sóttvarnareglur gilda til 5. maí næstkomandi en Þórólfur Guðnason sagði í samtali við RÚV í dag að hann telji best að bíða með afléttingar til þess að ná betur utan um stöðuna. Þá sagði hann ekki hægt að fullyrða að búið væri ná alveg tökum á þeim hópsmitum sem upp hafi komið að undanförnu. Þórólfur hafði ekki skilað tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrr í dag og hyggst skila minnisblaði um helgina. Fimm einstaklingar greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tölur gærdagsins litu ágætlega út. „Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10 Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21 Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Nokkrir farnir nýlega í sóttkví Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví. 30. apríl 2021 12:10
Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. 28. apríl 2021 19:21
Síðustu droparnir af AstraZeneca í bili Í dag er bólusett með síðustu dropunum sem til eru í landinu af AstraZeneca efninu en fjöldi manns undir sextíu ára aldri var kallaður í bólusetningu í dag með skömmum fyrirvara. Byrjað verður að bólusetja með Jansen eftir helgi. 29. apríl 2021 15:23