Fótbolti

Guð­rún ó­sátt með glóru­lausan dómara sem dæmdi aftur víta­spyrnu líkt og á síðustu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Arnardóttir (t.v.) hughreystir liðsfélaga sinn í dag. Hún hafði lítinn áhuga á að hughreysta dómarinn að leik loknum.
Guðrún Arnardóttir (t.v.) hughreystir liðsfélaga sinn í dag. Hún hafði lítinn áhuga á að hughreysta dómarinn að leik loknum. Djurgården

Guðrún Arnardóttir, leikmaður Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni, fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem leiddi til sigurmarks AIK er liðin mættust í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri AIK en Guðrún var vægast sagt ósátt með dómara leiksins.

Íslenski miðvörðurinn mætti í viðtal eftir leik þar sem hún sagði sína skoðun. Viðtalið sem og umrætt brot má sjá hér að neðan.

„Mér persónulega fannst þetta fáránleg ákvörðun. Ég fór ræddi við hana eftir leik þar sem við lentum í þessu sama gegn Vaxjö í fyrra, þar sem hún dæmdi einnig víti á mig. Sú ákvörðun varð vinsælt [e. viral] á Twitter þar sem hún var einnig út í hött,“ sagði Guðrún og hló er hún ræddi við Sportbladet eftir leik.

„Ég fór bara upp að henni eftir leik og sagði að þetta væri í annað skipti sem hún gerði þessi stóru mistök sem væru að kosta okkur. Við erum að berjast í hverjum leik og munum halda áfram að berjast en hvert stig er mjög mikilvægt fyrir okkur og við virkilega vildum þessi þrjú stig í dag,“ sagði Guðrún að lokum.

Djurgården er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með aðeins þrjú stig. Alls eru 12 lið í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×