Enski boltinn

Rosa­leg fall­bar­átta fyrir síðustu um­ferð deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lærisveinar Waynes Rooney í Derby County eru í bullandi fallbaráttu.
Lærisveinar Waynes Rooney í Derby County eru í bullandi fallbaráttu. Michael Steele/Getty Images

Það er rosaleg spenna fyrir síðustu umferð ensku B-deildarinnar. Sérstaklega eftir úrslit dagsins. Jón Daði Böðvarsson kom inn af bekk Millwall í 4-1 sigri á Bristol City.

Staðan var þegar orðin 4-1 þegar Jón Daði kom inn af bekknum. Spilaði hann alls sextán mínútur og uppbótartíma leiksins.

Rotherham United gerði 1-1 jafntefli við Blackburn Rovers, Sheffield Wednesday gerði markalaust jafntefli við Nottingham Forest, Swansea City var 0-1 undir gegn Derby County en sneru dæminu við og unnu 2-1. Þá vann Wycombe Wanderers 1-0 sigur á Bournemouth.

Fyrir lokaumferðina eru Derby þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Lærisveinar Waynes Rooney eru með 43 stig en Rotherham, Sheffield og Wycombe eru með 40 stig. Rotherham á leik til góða gegn Luton Town í vikunni en næstu helgi fer lokaumferð deildarinnar.

Á toppnum eru Norwich City og Watford komin upp í ensku úrvalsdeildina. Brentford, Swansea City, Bournemouth og Barnsley eru öll búin að tryggja sér sæti í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.