Enski boltinn

Brig­hton svo gott sem öruggt eftir sigur á Leeds

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Danny Welbeck skoraði seinna mark Brighton í dag.
Danny Welbeck skoraði seinna mark Brighton í dag. EPA-EFE/Ben Stansall

Brighton & Hove Albion vann mikilvægan 2-0 sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er þar með komið langleiðina í að tryggja sæti sitt í deildinni fyrir næsta tímabil.

Strax á 14. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Pascal Gross fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 79. mínútu. Danny Welbeck gulltryggði þá sigur Brighton með fínu marki. Welbeck er uppalinn hjá Manchester United og ekki leiðst að skora gegn erkifjendunum í Leeds.

Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Brighton stekkur þar með upp í 14. sæti deildarinnar með 37 stig, tíu stigum frá fallsæti. Leeds er á sama tíma í 9. sæti með 47 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×