Erlent

Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi var fluttur á sjúkrahús í kjölfar harmleiksins.
Fjöldi var fluttur á sjúkrahús í kjölfar harmleiksins. epa/David Cohen

Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls.

Tugir þúsunda strangtrúaðra gyðinga komu þar saman og var um langstærsta viðburð í Ísrael að ræða síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 

Benjamín Netanjahú lýsir atvikinu sem þungbærum harmleik og segist biðja fyrir fórnarlömbunum. 

Slysið var um klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma og svo virðist sem fólk hafi runnið til í tröppum þar sem það var á göngu í fjallshlíðinni, sem hafi orsakað gríðarlegan troðning hjá þeim sem komu á eftir. 

Vel hefur gengið í baráttunni við veiruna í Ísrael og því hafði ýmsum samkomutakmörkunum verið aflétt. Læknar höfðu þó varað við því að hátíðin fengi að fara fram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.