Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 18:18 Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu. Hann áfrýjaði dómi sem hann hlaut fyrir meiðyrði í garð uppgjafarhermanns í febrúar. Dómari hafnaði áfrýjuninni. AP/Svæðisdómstóll Bubiskinskí Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57