Liverpool til í að ræða málin við stuðningsmenn sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 09:30 Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem mótmæltu fyrir utan Anfield leikvanginn. Getty/Martin Rickett Stuðningsmenn Liverpool fá að taka þátt í því að móta næstu skref hjá félaginu eftir að hafa hneykslast mikið á síðustu ákvörðunum eiganda félagsins. Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira