Liverpool til í að ræða málin við stuðningsmenn sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 09:30 Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem mótmæltu fyrir utan Anfield leikvanginn. Getty/Martin Rickett Stuðningsmenn Liverpool fá að taka þátt í því að móta næstu skref hjá félaginu eftir að hafa hneykslast mikið á síðustu ákvörðunum eiganda félagsins. Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira