Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 12:30 Þungamiðjan í íbúafjölda Bandaríkjanna hefur færst mikið til á undanförnum áratugum. AP/Matt Rourke Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
435 þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er dreift á fimmtíu ríki Bandaríkjanna eftir mannfjölda. AP fréttaveitan segir að fólksflutningar Bandaríkjamanna til suðurs og vesturs hafi staðið yfir í 80 ár. Bandaríkjamenn séu að flytja frá norðausturhluta Bandaríkjanna á höttunum eftir nýjum störfum, ódýrara húsnæði og nýjum borgum. Alls færðust sjö þingsæti til vegna fólksflutninga að þessu sinni. Flutningarnir þykja líklegir til að hagnast Repúblikönum vel í næstu þingkosningum en þeir stjórna flestum ríkisþingum og munu geta teiknað upp ný kjördæmi víða og tryggt þannig áframhaldandi yfirburði sína. Niðurstaðan er þó jákvæðari fyrir Demókrata en búist var við. Heilt yfir færðust sjö þingsæti á milli ríkja. Texas bætti við tveimur og Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína og Oregon bættu hvert við einu. Kalifornía, Illinois, Michigan, New York, Ohio, Pennsylvanía og Vestur-Virginía töpuðu öll einu þingsæti. Í aðdraganda birtingar gagnanna í gær var búist við því að Flórída og Texas myndu fá fleiri þingsæti, á kostnað ríkja þar sem Demókratar eru líklegri til að hljóta atkvæði kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kaliforníu sem ríkið missir þingsæti en fólksfjölgun í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna dróst saman á síðasta áratug. Það hefur sömuleiðis vakið athygli að einungis 89 íbúum munaði upp á það að New York myndi ekki tapa þingsæti sínu til Minnesota. New York hefur tapað þingsætum samfleytt frá fimmta áratug síðustu aldar, úr 45 í 26 í dag. Samhliða því hefur þingmönnum Flórída fjölgað úr átta í 28. New York hefur tapað þingsætum samfellt í áratugi.AP/Mark Lennihan Kalifornía er með 52 þingsæti, Texas með 38 og Flórída með 28. New York er með 26. Nú stendur yfir vinna við að teikna upp nýja kjördæmaskipan í ríkjum Bandaríkjanna. Sú vinna fer á fullt í ágúst, þegar birt verður nákvæmt yfirlit yfir hvar fólk býr og búist er við því að henni undir lok þessa árs. Repúblikanar eru í mun betri stöðu til að teikna kjördæmi sér í hag, samkvæmt greiningu Washington Post. Á það sérstaklega við ríki þar sem Repúblikanar stjórna ferlinu alfarið eins og Texas, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu. Nú eru Demókratar með eingöngu fimm manna meirihluta í fulltrúadeildinni og samkvæmt Politico munu breytingarnar nýtast Repúblikönum í að tryggja sér meirihluta þar í kosningum næsta árs. Það að flokkar teikni kjördæmi upp sér í hag kallast Gerrymandering vestanhafs. Hér má sjá útskýringu Washington Post á því hvernig það virkar. Demókratar hafa á undanförnum áratug höfðað mál vegna mjög umdeildra kjördæma og hefur það reynst þeim tiltölulega vel. Þeir koma því að þessari baráttu með þó nokkur dómafordæmi sér í hag. Manntalið hefur einnig áhrif á uppröðun kjörmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og þar hefur Repúblikönum einnig vaxið ásmegin, sé tekið mið af því hvaða ríki kusu Joe Biden og hvaða ríki kusu Donald Trump í kosningunum í fyrra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira