Lilja telur Samherja hafa gengið of langt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 13:39 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísi/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun Ríkisútvarpsins um fyrirtækið. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, rakti Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagðist styðja Ríkisútvarpið í „þessari orrahríð”. „Ég vil líka segja það að mér finnst Samherji ganga of langt. Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þetta sé gert til þess að þreyta laxinn og vonast til að hann gefist upp. En þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast. Hann syndir á móti straumnum og heldur áfram og ég tel að stjórn Ríkisútvarpsins hafi brugðist rétt við,” sagði Lilja. „En það er mín skoðun að það skipti auðvitað öllu máli að fjölmiðlar séu frjálsir og að við styðjum að sjálfsögðu við Ríkisútvarpið okkar og ég tel að Samherji hafi gengið of langt.” Alþingi Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, rakti Samherjamálið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagðist styðja Ríkisútvarpið í „þessari orrahríð”. „Ég vil líka segja það að mér finnst Samherji ganga of langt. Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þetta sé gert til þess að þreyta laxinn og vonast til að hann gefist upp. En þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast. Hann syndir á móti straumnum og heldur áfram og ég tel að stjórn Ríkisútvarpsins hafi brugðist rétt við,” sagði Lilja. „En það er mín skoðun að það skipti auðvitað öllu máli að fjölmiðlar séu frjálsir og að við styðjum að sjálfsögðu við Ríkisútvarpið okkar og ég tel að Samherji hafi gengið of langt.”
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira