Þrjár goðsagnir Arsenal með Svíanum í kauptilrauninni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 11:00 Stuðningsmenn Arsenal efndu til mótmæla fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudagskvöld, þegar Arsenal tapaði þar fyrir Everton. Dúkka sem líktist Stan Kroenke eiganda félagsins mátti þola hengingu. Getty/Charlotte Wilson Daniel Ek, hinn sænski eigandi Spotify, hefur fengið þrjár af þekktustu stjörnunum úr „hinu ósigrandi“ liði Arsenal til að taka þátt í kaupum á félaginu. Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry. Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01