Enski boltinn

Erfið staða WBA eftir dramatískt jafn­tefli gegn Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbaye Diagne og félagar fagna sigurmarkinu.
Mbaye Diagne og félagar fagna sigurmarkinu. Adam Fradgley/Getty

West Bromwich Albion er í erfiðri stöðu í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Á níundu mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Anwar El-Ghazi steig á punktinn og skoraði en þeir voru ekki lengi yfir.

Stundarfjórðungi síðar voru það gestirnir sem fengu vítaspyrnu. Matheus Pereira steig á punktinn og skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var einungis tveggja mínútna gamall er Mbaye Diagne skoraði annað mark WBA.

Í  uppbótartíma náðu heimamenn að jafna metin en þar var að verki Kenian Davis og lokatölur 2-2.

Aston Villa er í ellefta sætinu með 45 stig en WBA er í nítjánda sætinu með 25 stig. Þeir eru nú níu stigum frá Brighton í sautjánda sætinu er fimm umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×