Enski boltinn

Nýr 190 þúsund punda samningur á borðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luke Shaw í leiknum gegn Leeds í dag.
Luke Shaw í leiknum gegn Leeds í dag. Ash Donelon/Getty

Manchester United er talið vera að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir vinstri bakvörðinn Luke Shaw sem hefur leikið ansi vel á leiktíðinni.

Shaw hefur verið lykilmaður undir stjórn Ole Gunnar Solskjær á leiktíðinni og hefur Shaw leikið fjörutíu leiki í öllum keppnum fyrir rauðu djöflanna.

Frammistaða Shaw hefur verið einn af lykilþáttunum í því að United mun að öllum líkindum lenda í öðru sætinu, í fyrsta sinn síðan 2018.

Talið er að Shaw fái fjörutíu þúsund punda launahækkun í nýjum samningi en hann þénar nú 150 þúsund pund á viku á samningi sem gildir til 2023.

United vill framlengja samning sinn við Shaw og bæta við 190 þúsund en United vill framlengja við Shaw til fjögur ár til viðbótar.

Shaw kom til United frá Southampton árið 2014 en hann og Jose Mourinho náðu þó ekki vel saman á tíma þeirra saman hjá United. Eftir komu Solskjær hefur leiðin legið upp á við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×