Enski boltinn

Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford

Valur Páll Eiríksson skrifar
Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð en Ed Woodward og selja félagið, eru skilaboð stuðningsmanna.
Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð en Ed Woodward og selja félagið, eru skilaboð stuðningsmanna. Getty Images/Danny Lawson

Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu.

Ensku liðin sex Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun ofurdeildarinnar síðasta sunnudag en drógu öll í land um 48 tímum síðar, á þriðjudag, vegna þrýstings frá stuðningsmönnum.

Mikið hefur blásið um eigendur og stjórnendur allra liða, en síðast í gærkvöld var staðið að fjöldamótmælum bæði við White Hart Lane, heimavöll Tottenham, og Emirates-völlinn, heimavöll Arsenal.

Stuðningsmenn Manchester United eru litlu sáttari en stuðningsmenn hinna liðanna og komu margir saman til að mótmæla eigendum sínum við Old Trafford, heimavöll liðsins, í Manchester-borg í dag.

Nú þegar hefur Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, ákveðið að segja upp vegna málsins en Glazer-fjölskyldan þarf ekki síður að axla ábyrgð, að mati stuðningsmanna.


Tengdar fréttir

„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni.

90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt

Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar.

Hörð mót­mæli fyrir utan Emira­tes-völlinn í kvöld

Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×