„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 13:00 Roman Abramovich sér eftir tilraun til stofnunar ofurdeildar. Getty Images/Chris Brunskill Ltd Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012. Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012.
Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn