„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 13:00 Roman Abramovich sér eftir tilraun til stofnunar ofurdeildar. Getty Images/Chris Brunskill Ltd Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012. Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012.
Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01