Jafnóþægilegt í seinni sýnatökunni og þeirri fyrri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 21:01 Hrafnhildur Sunna Atladóttir var ekki sérlega hrifin af sýnatökunni í dag. Vísir/Arnar Um sjötíu manns hafa greinst með kórónuveiruna í tengslum við hópsýkinguna á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Um 150 börn af leikskólanum fóru í seinni skimun á Suðurlandsbraut í dag. Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 í gær, þar af voru níu í sóttkví. Hundrað þrjátíu og fjórir eru nú í einangrun á landinu, átta hundruð og tólf í sóttkví og fjórir á sjúkrahúsi. Flest smit síðustu daga tengjast nokkrum afmörkuðum hópsýkingum. Sú stærsta tengist leikskólanum Jörfa í Reykjavík og telur nú um sjötíu manns, þar af eru börn tæplega helmingur. Um 150 krakkar úr Jörfa fóru í seinni skimun í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut í dag. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur segir að vel hafi gengið að skima börnin, sem mörg séu þó hrædd við sýnatökuna. „Þau eru það. Umhverfið þarna inni - þetta er ógnvekjandi, eins og maður segir. Það eru einstaklingar í grænum búningum sem taka á móti þeim með grímur og skjöld þannig að aðstæðurnar sjálfar eru pínu skrýtnar.“ Krakkar sem fréttastofa ræddi við eftir sýnatöku í dag voru upplitsdjarfir - en sammála um óþægindin. Hvernig var að fara í sýnatöku? „Ekki gott,“ sagði Anna Margrét Albertsdóttir, sjö ára nemandi í Sæmundarskóla. Var settur pinni langt upp í nef kannski? „Já. Þetta var jafnóþægilegt og seinast.“ Fórstu nokkuð að gráta? „Já.“ Beðið eftir sýnatöku í dag.Vísir/arnar Hrafnhildur Sunna Atladóttir nemandi á Jörfa var heldur ekki hrifin af sýnatökunni. Hún kvaðst ekki hafa farið að gráta og var spennt fyrir heilum þremur íspinnum sem henni hafði verið lofað að lokinni sýnatöku í dag. Viðtölin við Önnu Margréti, Hrafnhildi Sunnu og Ingibjörgu Rós má horfa á í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09 Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23. apríl 2021 10:09
Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. 22. apríl 2021 11:59
Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 21. apríl 2021 11:23