Þórólfur órólegur vegna stöðunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir er órólegur vegna stöðunnar og segir ljóst að veiran sé búin að dreifa sér víða. Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir sex af þeim átta sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsýkingunni á leikskólanum Jörfa. „Það er þarna hópur sem tengist nánast allur fyrri hópsmitum en það kom ekki upp í rakningunni. Þetta var fólk með mjög lítil einkenni,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki margir sem þurfa að fara í sóttkví Tveir þeirra átta sem greindust utan sóttkvíar virðast við fyrstu sýn ekki tengjast hópsýkingu. „Það á eftir að skoða það betur.“ Hann segir ekki marga hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Aðallega hafi verið um fullorði fólk að ræða. „Það er ekki stór fjöldi virðist vera sem betur fer.“ Sóttvarnalæknir segir þessar tölur óþægilegar og valda áhyggjum. Fáir alvarlega veikar „Þær segja það að veiran er búin að dreifa sér víða eins og við höfum rætt á undanförnum dögum. Það er ákveðið áhyggjuefni en á móti kemur þá eru fáir sem eru alvarlega veikir. En það gæti átt eftir að breytast ef það verður mikil útbreiðsla. Þetta eru ekki ánægjulegar tölur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þær öðurvísi.“ Þegar greint var frá hópsýkingunni á Jörfa um liðna helgi var talað um að næstu dagar myndu ráða úrslitum varðandi viðbrögð við faraldrinum hér á landi. Þórólfur segir stöðuna þá sömu og þá. „Við erum kannski í sömu sporunum. Það hefur lítið hreyfst upp eða niður á við. Þannig að það er verið að skoða málin og kanna hvort að það þurfi að grípa til einhverra hertra aðgerða. En auðvitað vill maður reyna að forðast það eins og hægt er og ekki grípa til þeirra aðgerða fyrr en það er útséð að þess þurfi,“ segir Þórólfur. Sértækar aðgerðir ekki líklegar Næstu dagar muni því ráða úrslitum en Þórólfur segir sértækar aðgerðir, líkt og reynt var að beita síðastliðið haust, ekki hafa gefið góða raun. „Ég hef sagt áður að við höfum reynt að fara í sértækar aðgerðir og reyndum það í byrjun á þriðju bylgjunni. Það gafst ekki vel. Það var ekki fyrr en við gripum til almennra aðgerða að við förum að ná tökum á því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira