Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 11:23 Víðir og Þórólfur voru á sínum stað á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldurins rétt í þessu. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið yfir í tvo daga og hafa um 2.000 sýni verið tekin en enginn greinst með Covid-19. Þórólfur sagði 75 hafa greinst innanlands síðustu fjóra daga, þar af 58 í sóttkví. Um væri að ræða þrjár hópsýkingar sem komið hefðu upp á síðustu vikum en sú stærsta, sem hefur verið tengd leikskólanum Jörfa, teldi um 60 manns. Sú sýking teygði sig víða, meðal annars í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar tengdist smit á Suðurlandi smit í grunnskólum fyrir nokkru, sem ekki hefði tekist að rekja til landamæranna. Þórólfur sagði mörg hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkinganna. Þá hefðu umfangsmiklar skimanir verið gerðar í kringum hópsmitin og nokkrir greinst. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri Sóttvarnalæknir sagði smitrakningu ganga vel almennt og að svo virtist sem hópsmitin væru nokkuð vel afmörkuð. Hins vegar mætti vænta þess að fleiri smit greindust á næstu dögum. Hann sagði þessa næstu daga einmitt myndu skera úr um hvort ráðast þyrfti í harðari aðgerðir. Hann sagði að á þessari stundu teldi hann þess ekki nauðsyn en hann væri reiðubúin til að skila tillögum ef ástandið færi versnandi. Þórólfur ítrekaði mikilvægi þess að forðast hópamyndun á næstunni og huga vel að smitvörnum. Hann kom vék einnig að þeim breytingum sem lagðar hefðu verið fyrir þingið til að tryggja öryggi á landamærunum en benti á að endanleg útgáfa lægi ekki fyrir og þá væri ekki ljóst hvernig málið færi í þinginu. Þórólfur sagðist vonast til að frumvarpið skilaði tilætluðum árangri og sagðist lítast ágætlega á áætlanir stjórnvalda um afléttingar á aðgerðum samhliða auknum bólusetningum. Þróunin næstu vikur og mánuði myndi leiða í ljós hvort þær gengju upp. Hann sagði að árangur myndi aðeins nást með samheldni, árvekni, sóttvörnum og bólusetningum. Undir lok máls síns þakkaði sóttvarnalæknir sérstaklega starfsmönnum heilsugæslunnar og veirufræðideildar Landspítala, sem hann sagði hafa staðið í ströngu. Þá þakkaði hann Íslenskri erfðagreiningu fyrir sitt framlag og starfsmönnum landlæknisembættisins og almannvarnadeildar ríkisslögreglustjóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira