Fótbolti

Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur

Sindri Sverrisson skrifar
Ryan Giggs hefur verið ákærður vegna heimilisofbeldis.
Ryan Giggs hefur verið ákærður vegna heimilisofbeldis. Getty/Naomi Baker

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn.

Samkvæmt ákærunni olli Giggs konu á fertugsaldri líkamstjóni umrætt kvöld, á heimili sínu, og réðist einnig að konu á þrítugsaldri.

Lögreglan í Manchester segir að Giggs sæti sömuleiðis ákæru vegna heimilisofbeldis á tímanum frá desember 2017 fram í nóvember 2020.

Giggs hefur verið í leyfi frá störfum sem landsliðsþjálfari Wales síðan í nóvember, eftir að hann var handtekinn grunaður um að hafa ráðist á kærustu sína. Hann er enn titlaður landsliðsþjálfari nú þegar sjö vikur eru í fyrsta leik Wales á EM en Robert Page hefur stýrt Wales í síðustu sex leikjum.

Uppfært kl. 16.00: Velska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að Robert Page muni stýra Wales á EM í stað Giggs.

Giggs var látinn laus gegn tryggingu en á að mæta fyrir dóm næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×