Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 09:00 Joan Laporta var kjörinn forseti Barcelona á dögunum og snýr því aftur í sitt gamla starf. EPA-EFE/Alejandro Garcia Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki búinn að gefa Ofurdeildina upp á bátinn þrátt fyrir slæmar fréttir af brottfalli liða úr henni. Hann segir þó að félagsmenn Barcelona muni ráða því hvað Barcelona gerir á endanum. Barcelona var einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar og hefur ekki dregið sig út úr henni eins og ensku liðin sex sem dæmi. Alls hafa átta félög hætt við þátttöku og flestir spekingar og fjölmiðlamenn hafa talið eins og að Ofurdeildin sé dauð. Barcelona's President Joan Laporta believes the European Super League is a 'necessity' pic.twitter.com/lA8qltIqMx— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Joan Laporta hjá Barcelona og kollegi hans Florentino Perez eru þó enn að reyna að sannfæra menn um Ofurdeildin sé enn möguleiki og í raun nauðsynleg fyrir fótboltann. „Við vorum með sæti og eigum það ennþá. Við viljum útskýra okkar afstöðu,“ sagði Joan Laporta við TV3 en ESPN segir frá. „Okkar afstaða er sú að við viljum fara varlega en að Ofurdeildin sé nauðsynleg. Að sama skapi munu félagsmenn okkar ráða því hvað við gerum á endanum,“ sagði Laporta. Barça president Joan Laporta to TV3: The #SuperLeague project is still there. We're open to having a dialogue with UEFA. There has to be an attractive competition based on sporting merits too. I think there will be an agreement... . #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2021 „Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að stóru liðin, miðað við hvað þau búa til mikið af tekjunum, að við höfum eitthvað að segja með það hvernig tekjunum sé skipt niður. Við teljum það líka mikilvægt að þetta verði aðlaðandi keppni byggð á íþróttagildum,“ sagði Laporta. „Við viljum verja deildirnar heima fyrir og erum því alltaf tilbúnir í viðræður við UEFA. Það er okkar forsenda. Allir vilja gera fótboltann betri og við höfum allt til alls til að gera hann að frábæru sjónarspili. Ef stóru liðin hafa ekki þessi fjárráð þá mun fótboltinn skaðast,“ sagði Joan Laporta. Spænski boltinn Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki búinn að gefa Ofurdeildina upp á bátinn þrátt fyrir slæmar fréttir af brottfalli liða úr henni. Hann segir þó að félagsmenn Barcelona muni ráða því hvað Barcelona gerir á endanum. Barcelona var einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar og hefur ekki dregið sig út úr henni eins og ensku liðin sex sem dæmi. Alls hafa átta félög hætt við þátttöku og flestir spekingar og fjölmiðlamenn hafa talið eins og að Ofurdeildin sé dauð. Barcelona's President Joan Laporta believes the European Super League is a 'necessity' pic.twitter.com/lA8qltIqMx— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Joan Laporta hjá Barcelona og kollegi hans Florentino Perez eru þó enn að reyna að sannfæra menn um Ofurdeildin sé enn möguleiki og í raun nauðsynleg fyrir fótboltann. „Við vorum með sæti og eigum það ennþá. Við viljum útskýra okkar afstöðu,“ sagði Joan Laporta við TV3 en ESPN segir frá. „Okkar afstaða er sú að við viljum fara varlega en að Ofurdeildin sé nauðsynleg. Að sama skapi munu félagsmenn okkar ráða því hvað við gerum á endanum,“ sagði Laporta. Barça president Joan Laporta to TV3: The #SuperLeague project is still there. We're open to having a dialogue with UEFA. There has to be an attractive competition based on sporting merits too. I think there will be an agreement... . #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2021 „Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að stóru liðin, miðað við hvað þau búa til mikið af tekjunum, að við höfum eitthvað að segja með það hvernig tekjunum sé skipt niður. Við teljum það líka mikilvægt að þetta verði aðlaðandi keppni byggð á íþróttagildum,“ sagði Laporta. „Við viljum verja deildirnar heima fyrir og erum því alltaf tilbúnir í viðræður við UEFA. Það er okkar forsenda. Allir vilja gera fótboltann betri og við höfum allt til alls til að gera hann að frábæru sjónarspili. Ef stóru liðin hafa ekki þessi fjárráð þá mun fótboltinn skaðast,“ sagði Joan Laporta.
Spænski boltinn Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira