Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 09:00 Joan Laporta var kjörinn forseti Barcelona á dögunum og snýr því aftur í sitt gamla starf. EPA-EFE/Alejandro Garcia Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki búinn að gefa Ofurdeildina upp á bátinn þrátt fyrir slæmar fréttir af brottfalli liða úr henni. Hann segir þó að félagsmenn Barcelona muni ráða því hvað Barcelona gerir á endanum. Barcelona var einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar og hefur ekki dregið sig út úr henni eins og ensku liðin sex sem dæmi. Alls hafa átta félög hætt við þátttöku og flestir spekingar og fjölmiðlamenn hafa talið eins og að Ofurdeildin sé dauð. Barcelona's President Joan Laporta believes the European Super League is a 'necessity' pic.twitter.com/lA8qltIqMx— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Joan Laporta hjá Barcelona og kollegi hans Florentino Perez eru þó enn að reyna að sannfæra menn um Ofurdeildin sé enn möguleiki og í raun nauðsynleg fyrir fótboltann. „Við vorum með sæti og eigum það ennþá. Við viljum útskýra okkar afstöðu,“ sagði Joan Laporta við TV3 en ESPN segir frá. „Okkar afstaða er sú að við viljum fara varlega en að Ofurdeildin sé nauðsynleg. Að sama skapi munu félagsmenn okkar ráða því hvað við gerum á endanum,“ sagði Laporta. Barça president Joan Laporta to TV3: The #SuperLeague project is still there. We're open to having a dialogue with UEFA. There has to be an attractive competition based on sporting merits too. I think there will be an agreement... . #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2021 „Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að stóru liðin, miðað við hvað þau búa til mikið af tekjunum, að við höfum eitthvað að segja með það hvernig tekjunum sé skipt niður. Við teljum það líka mikilvægt að þetta verði aðlaðandi keppni byggð á íþróttagildum,“ sagði Laporta. „Við viljum verja deildirnar heima fyrir og erum því alltaf tilbúnir í viðræður við UEFA. Það er okkar forsenda. Allir vilja gera fótboltann betri og við höfum allt til alls til að gera hann að frábæru sjónarspili. Ef stóru liðin hafa ekki þessi fjárráð þá mun fótboltinn skaðast,“ sagði Joan Laporta. Spænski boltinn Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki búinn að gefa Ofurdeildina upp á bátinn þrátt fyrir slæmar fréttir af brottfalli liða úr henni. Hann segir þó að félagsmenn Barcelona muni ráða því hvað Barcelona gerir á endanum. Barcelona var einn af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar og hefur ekki dregið sig út úr henni eins og ensku liðin sex sem dæmi. Alls hafa átta félög hætt við þátttöku og flestir spekingar og fjölmiðlamenn hafa talið eins og að Ofurdeildin sé dauð. Barcelona's President Joan Laporta believes the European Super League is a 'necessity' pic.twitter.com/lA8qltIqMx— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Joan Laporta hjá Barcelona og kollegi hans Florentino Perez eru þó enn að reyna að sannfæra menn um Ofurdeildin sé enn möguleiki og í raun nauðsynleg fyrir fótboltann. „Við vorum með sæti og eigum það ennþá. Við viljum útskýra okkar afstöðu,“ sagði Joan Laporta við TV3 en ESPN segir frá. „Okkar afstaða er sú að við viljum fara varlega en að Ofurdeildin sé nauðsynleg. Að sama skapi munu félagsmenn okkar ráða því hvað við gerum á endanum,“ sagði Laporta. Barça president Joan Laporta to TV3: The #SuperLeague project is still there. We're open to having a dialogue with UEFA. There has to be an attractive competition based on sporting merits too. I think there will be an agreement... . #FCB— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2021 „Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að stóru liðin, miðað við hvað þau búa til mikið af tekjunum, að við höfum eitthvað að segja með það hvernig tekjunum sé skipt niður. Við teljum það líka mikilvægt að þetta verði aðlaðandi keppni byggð á íþróttagildum,“ sagði Laporta. „Við viljum verja deildirnar heima fyrir og erum því alltaf tilbúnir í viðræður við UEFA. Það er okkar forsenda. Allir vilja gera fótboltann betri og við höfum allt til alls til að gera hann að frábæru sjónarspili. Ef stóru liðin hafa ekki þessi fjárráð þá mun fótboltinn skaðast,“ sagði Joan Laporta.
Spænski boltinn Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira