Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Frumvarp um skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi tók miklum breytingum á nætufundi á Alþingi. Ráðherra fær nú umboð til að skilgreina áhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, ólíkt hugmyndum sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, og Sigríði Á. Andersen, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem greiddi atkvæði á móti frumvarpi heilbrigðisráðherra í nótt.

Þá hefur sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu faraldursins eftir að átta greindust utan sóttkvíar innanlands í gær. Hann segir ljóst að kórónuveiran sé búin að dreifa sér víða.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Carbfix en fyrirtækið ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Miðstöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar og búist við miklum umsvifum. Reiknað er með að sex hundruð störf skapist og eru áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári.

Þá hittum við 13 ára fótboltasnilling sem hefur vakið mikla athygli fyrir kúnstir með boltann.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum stöðvum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.