Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 07:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Arnar Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira